Lífið

Saknaði barnanna

ellyarmanns skrifar
Ég er mjög sáttur, segir Örlygur Smári. Mynd/Anton Brink.
Ég er mjög sáttur, segir Örlygur Smári. Mynd/Anton Brink.

"Nei, ég er alls ekki svekktur, heldur mjög ánægður," svarar Örlygur Smári höfundur lagsins „This is my life" spurður hvort hann finni fyrir svekkelsi eftir að Ísland endaði í 14. sæti af 43 þjóðum sem mættu til leiks í Eurovision.

"Mér fannst flutningur þeirra Regínu, Friðriks og bakraddanna alveg óaðfinnanlegur og er stoltur af þeim að hafa gert þetta svona vel."

"Auðvitað hefðum við viljað komast ofar á stigatöflunni en held við getum bara vel við unað."

"Við áttum alveg skilið að lenda ofar í keppninni, en svona er þetta bara. Það þýðir ekkert að svekkja sig á því." Mynd/GVA.

"Við áttum alveg skilið að lenda ofar í keppninni, en svona er þetta bara. Það þýðir ekkert að svekkja sig á því."

"Við höfum fengið fréttir af því að það er verið að spila Eurovision-lagið okkar víða um Evrópu og allt umtal um bæði lagið og flutninginn hefur verið á einn veg, að þetta hafi verið alveg frábært. Það gefur manni mikið."

"Það gladdi okkur líka mikið að finna fyrir stuðningnum að heiman á meðan á keppninni stóð. Það er svakalega gott að vera kominn heim og þrátt fyrir hvað þetta var gaman þá er líka gott að þessu er lokið."

"Ég var farinn að sakna hversdagsleikans, barnanna minna og að fá að borða íslenskan mat. Ég er mjög sáttur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.