Innlent

Fyrsta skóflustungan í Helguvík

Frá Helguvík
Frá Helguvík MYND/Pjetur

í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju álveri í Helguvík og undirritaðir samningar milli Norðuráls og Íslenskra aðalverktaka um að hefja byggingarframkvæmdir á þessu ári. Ekki liggja fyrir leyfi um raflínur vegna álversins og eigendur þess hafa ekki tryggt fullri starfsemi þess raforku.

Nokkur mótmæli voru við athöfnina í dag en þau trufluðu ekki skóflustunguna.

Undirbúningsframkvæmdir á lóð fyrirtækisins eru hafnar og byggingarframkvæmdir við kerskála hefjast á þessu ári. Framkvæmdirnar fela m.a. í sér aðstöðusköpun á vinnusvæðinu, jarðvinnu, uppsteypu, forsteyptar einingar, stálvirki, klæðningar og ýmsan frágang.

Í tilkynningu frá Norðuráli segir að heildarkostnaður við fyrsta áfanga álversins, sem tekinn verður í gagnið fyrir árslok árið 2010, nemi um 70 - 80 milljörðum íslenskra króna. Ef miðað sé við álverð í dag, sé áætlað útflutningsverðmæti þegar fyrsti áfangi verður kominn í fullan rekstur um 35 milljarðar á ári Starfsmannafjöldi verði um 400 manns og að auki skapist afleidd störf í samfélaginu fyrir um 600 manns til viðbótar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×