Lífið

Kópavogsbúi vígði nýja þulusettið

ellyarmanns skrifar
Kópavogsbúinn og Kópavogur að degi til í allri sinni dýrð. MYND/Sigurður Hjörleifsson.
Kópavogsbúinn og Kópavogur að degi til í allri sinni dýrð. MYND/Sigurður Hjörleifsson.

Nú birtast sjónvarpsþulurnar í eðlilegum hlutföllum á breiðskjám landsmanna í stærð 16:9 í stað 4:3 en það sem merkilegra þykir er að bakgrunnur þulanna er ljósari og bjartari en fyrr. Þegar vel er að gáð má sjá mynd bak við sjónvarpsþulurnar af Kópavogi að degi til í allri sinni dýrð.

Kópavogsbúinn Anna Rún Frímannsdóttir sjónvarpsþula vígði nýja bjarta settið síðastliðinn föstudag.

 

Var fyrirfram ákveðið að þú, Kópavogsbúinn, tækir að þér að kynna dagskrána í nýja settinu?

"Nei alls ekki. Ég vissi ekki einu sinni af þessu. Það var algjör tilviljun að ég átti vaktina. En mér fannst ekkert leiðinlegt að vígja settið," segir Anna Rún.

"Gamla myndin var líka af Kópavogi að nóttu til og í raun alveg sama myndin. Hún er bjartari og settið nýtur sín vel í þessum björtu litum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.