Allt um leiki dagsins: West Ham fór illa með Blackburn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. ágúst 2008 15:23 Paul Ince sneri aftur til uppeldisfélags síns í dag við litlar vinsældir heimamanna. Nordic Photos / Getty Images West Ham kom sér upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með frábærum 4-1 sigri á Blackburn í dag. West Ham er nú með sex stig, rétt eins og Middlesbrough sem vann nauman 2-1 sigur á Stoke. Portsmouth skoraði sín fyrstu mörk í úrvalsdeildinni í dag er liðið gerði góða ferð til Liverpool þar sem liðið vann 3-0 sigur á Everton. West Brom náði í sitt fyrsta stig í dag með því að ná markalausu jafntefli gegn Bolton. Að síðustu gerði Wigan sér lítið fyrir og slátraði nýliðum Hull með fimm mörkum gegn engu. Þetta var fyrsti sigur Wigan í deildinni í haust. Leon Bartnett og Ricardo Gardner í baráttu um boltann.Nordic Photos / Getty Images Bolton - WBA 0-0 Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton og þeir Kevin Davies, Kevin Nolan og Andy O'Brien voru sömuleiðis í byrjunarliðinu eftir að þeir voru hvíldir í deildarbikarnum í vikunni. Heiðar Helguson var hins vegar á bekknum en hann var í byrjunarliði Bolton í vikunni. Hjá West Brom var Borja Valero í byrjunarliðinu í fyrsta sinn en hann kom til félagsins frá Real Mallorca fyrir skömmu. Bolton varð fyrir smá áfalli í upphafi leiks er þeir Grétar Rafn og Joey O'Brien lentu í samstuði sem varð til þess að O'Brien varð að fara af velli með höfuðmeiðsli. Annars var fyrri hálfleikur afar tíðindalítill en Ishmael Miller fékk gott færi í upphafi þess síðara til að koma West Bram yfir en allt kom fyrir ekki. Kim átti svo undir lok leiksins skot af löngu færi sem hafnaði í þverslá í marki heimamanna. Miller náði frákastinu en skot hans var varið. Kevin Davies náði svo að koma boltanum í netið hjá Bolton en var réttilega dæmdur rangstæður. Niðurstaðan því markalaust jafntefli á Reebok-leikvanginum. Antonio Valencia átti stórleik í dag og lék varnarmenn Hull oft grátt. Hér er Craig Fagan í bullinu.Nordic Photos / Getty Images Hull - Wigan 0-5 0-1 Sam Ricketts, sjálfsmark (5.) 0-2 Antonio Valencia (13.) 0-3 Amr Zaki (63.) 0-4 Emile Heskey (69.) 0-5 Amr Zaki (81.) Byrjunarlið Hull var mikið breytt frá deildarbikarleiknum í vikunni og aðeins tveir leikmenn voru áfram í byrjunarliðinu. Wigan gerði sex breytingar á sínu liði. Hull var enn taplaust í deildinni en byrjaði skelfilega gegn Wigan þar sem Sam Ricketts skoraði sjálfsmark strax í upphafi leiksins er hann reyndi að hreinsa frá eftir hornspyrnu Wigan. Og ekki skánaði það. Hull fékk hornspyrnu en boltinn barst fljótlega á Antonio Valencia sem brunaði fram og setti boltann undir Boaz Myhill, markvörð Hull. Valencia kom svo við sögu í þriðja markinu sem kom í síðari hálfleik er hann gaf fyrir frá hægri þar sem Amr Zaki var mættur og setti knöttinn í netið. Leikmenn Wigan voru þó ekki hættir. Í þetta sinn var það Emile Heskey sem skoraði eftir langt útspark Chris Kirkland í markinu sem varnarmenn Hull misreiknuðu illa. Egyptinn Zaki var svo aftur að verki er Wigan skoraði fimmta mark leiksins með þrumuskoti sem fór í slána og inn. Óverjanlegt. Calum Davenport skoraði fyrsta mark West Ham í dag.Nordic Photos / Getty Images West Ham - Blackburn 4-1 1-0 Calum Davenport (12.) 2-0 Christopher Samba, sjálfsmark (20.) 2-1 Jason Roberts (22.) 3-1 Craig Bellamy (90.) 4-1 Carlton Cole (90.) Paul Ince, stjóri Blackburn, sneri aftur á Upton Park í dag og var ekki vel tekið af stuðningsmönnum West Ham þar sem hann ólst upp. Ince fór frá west Ham til Manchester United árið 1989 en það náðist mynd af honum í búningi United löngu áður en félagaskiptin gengu í gegn og það líkaði stuðningsmönnum West Ham ekki. Annars var byrjunarlið West Ham í dag óbreytt frá 3-0 tapinu fyrir Manchester City um síðustu helgi. Blackburn gerði tvær breytingar á sínu liði en Vince Grella var í liðinu í fyrsta sinn síðan hann kom til liðsins. Brett Emerton var einnig í byrjunarliði Blackburn á nýjan leik. West Ham fékk óskabyrjun í leiknum er Callum Davenport kom heimamönnum yfir með skallamarki eftir hornspyrnu Julien Faubert. Og enn batnaði það stuttu síðar er skot Mark Noble átti skot að marki sem breytti fyrst um stefnu á Christopher Samba og af honum fór boltinn í markið. En lærisveinar Paul Ince náðu nánast strax að minnka muninn með marki Jason Roberts. Roberts sneri af sér Davenport og skilaði knettinum laglega í netið. Blackburn varð svo fyrir áfalli er Roque Santa Cruz þurfti að fara meiddur af velli. Matt Derbyshire kom inn á í hans stað og kom boltanum í netið með sinni fyrstu snertingu en var dæmdur rangstæður. Hins vegar virtist markið vera fullkomnlega löglegt. Til að strá salt í sárin fékk Blackburn vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks sem Robert Green varði. Jason Roberts tók spyrnuna fyrir Blackburn. Julien Faubert átti frábæran fyrri hálfleik með West Ham en hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða síðan hann kom til félagsins og tóku margir því andköf þegar hann þurfti að fara af velli í síðari hálfleik vegna meiðsla. Bæði lið áttu góð færi eftir þetta en heimamenn reyndust sterkari í lokin og varamaðurinn Craig Bellamy gerði út um leikinn með marki undir lokin. Hann fékk góða sendingu inn fyrir vörn Blackburn og þrumaði knettinum í þaknetið. Skömmu síðar skoraði Carlton Cole fjórða markið af stuttu færi eftir laglega sókn West Ham-manna. Afonso Alves er hér í þann mund að skora úr aukaspyrnu í dag.Nordic Photos / Getty Images Middlesbrough - Stoke 2-1 1-0 Afonso Alves (37.) 1-1 Justin Hoyte, sjálfsmark (71.) 2-1 Tuncay (85.) David Wheater var í byrjunarliði Boro á nýjan leik eftir meiðsli og Justin Hoyte lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í byrjunarliði í dag. Stoke gerði tíu breytingar á sínu liði frá því í deildarbikarnum í vikunni. Boro byrjaði betur í leiknum og Afonso Alves fékk gott færi um miðbik hálfleiksins er hann komst í gott skotfæri en rann þá til og sóknin rann út í sandinn. Stoke missti svo mann af velli er Amdy Faye fékk að líta rauða spjaldið fyrir tveggja fóta tæklingu á Mohamed Shawky. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Alves Boro yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Glæsilegt mark sem fór beint í efri markvinkilinn. Middlesbrough gat svo komist tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiks er víti var dæmt á Stoke. Stewart Downing þrumaði hins vegar knettinum í þverslána. Downing átti eftir að naga sig í handarbökin skömmu síðar er Stoke náði óvænt að jafna metin. Hoyte varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en Dave Kitson gerði vel með því að pressa á hann. Alves átti svo gott færi skömmu síðar en Thomas Sörensen varði vel í marki Stoke. En ætli réttlætinu hafi ekki verið fullnægt er Tuncay skoraði sigurmark Boro með marki af stuttu færi eftir skot Didier Digard. Jermain Defoe og Armand Traore fagna fyrra marki þess fyrrnefnda í dag.Nordic Photos / Getty Images Everton - Portsmouth 3-0 1-0 Jermain Defoe (12.) 2-0 Glen Johnson (40.) 3-0 Jermain Defoe (69.) Hermann Hreiðarsson var á bekknum hjá Portsmouth í dag þar sem Armand Traore hélt sínu sæti í byrjunarliðinu. James Vaughan var kominn í byrjunarlið Everton á nýjan leik á kostnað hins sextán ára Jose Baxter. Portsmouth komst snemma yfir í leiknum með glæsimarki Jermain Defoe. Hann fékk sendingu frá Peter Crouch og náði að snúa sér í þröngri stöðu og þruma knettinum í netið. Defoe var svo nálægt því að skora öðru sinni skömmu síðar en Tim Howard var vel á verði. Everton fékk líka sín færi en Yakubu átti sendingu fyrir markið þar sem Mikel Arteta var mættur en David James varði glæsilega frá honum. En Glen Johnson sá til þess að Portsmouth fór með tveggja marka forystu í hálfleikinn. Hann átti gott samspil við Defoe og kom sér í góða stöðu og skoraði af öryggi. Í upphafi síðari hálfleiks fékk svo Everton kjörið tækifæri til að minnka muninn er Johnson braut á Vaughan og vítaspyrna dæmd. Yakubu tók vítið en David James varði hins vegar frá honum. Portsmouth nýtti þó sín færi vel og aftur var Defoe að verki er hann skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Potsmouth. Markið var glæsilegt, hann vippaði boltanum í markið frá vítateigslínunni en þetta var hans 100. úrvalsdeildarmark á ferlinum.Hermann Hreiðarsson kom svo inn á sem varamaður fyrir Traore á 78. mínútu leiksins. Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira
West Ham kom sér upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með frábærum 4-1 sigri á Blackburn í dag. West Ham er nú með sex stig, rétt eins og Middlesbrough sem vann nauman 2-1 sigur á Stoke. Portsmouth skoraði sín fyrstu mörk í úrvalsdeildinni í dag er liðið gerði góða ferð til Liverpool þar sem liðið vann 3-0 sigur á Everton. West Brom náði í sitt fyrsta stig í dag með því að ná markalausu jafntefli gegn Bolton. Að síðustu gerði Wigan sér lítið fyrir og slátraði nýliðum Hull með fimm mörkum gegn engu. Þetta var fyrsti sigur Wigan í deildinni í haust. Leon Bartnett og Ricardo Gardner í baráttu um boltann.Nordic Photos / Getty Images Bolton - WBA 0-0 Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton og þeir Kevin Davies, Kevin Nolan og Andy O'Brien voru sömuleiðis í byrjunarliðinu eftir að þeir voru hvíldir í deildarbikarnum í vikunni. Heiðar Helguson var hins vegar á bekknum en hann var í byrjunarliði Bolton í vikunni. Hjá West Brom var Borja Valero í byrjunarliðinu í fyrsta sinn en hann kom til félagsins frá Real Mallorca fyrir skömmu. Bolton varð fyrir smá áfalli í upphafi leiks er þeir Grétar Rafn og Joey O'Brien lentu í samstuði sem varð til þess að O'Brien varð að fara af velli með höfuðmeiðsli. Annars var fyrri hálfleikur afar tíðindalítill en Ishmael Miller fékk gott færi í upphafi þess síðara til að koma West Bram yfir en allt kom fyrir ekki. Kim átti svo undir lok leiksins skot af löngu færi sem hafnaði í þverslá í marki heimamanna. Miller náði frákastinu en skot hans var varið. Kevin Davies náði svo að koma boltanum í netið hjá Bolton en var réttilega dæmdur rangstæður. Niðurstaðan því markalaust jafntefli á Reebok-leikvanginum. Antonio Valencia átti stórleik í dag og lék varnarmenn Hull oft grátt. Hér er Craig Fagan í bullinu.Nordic Photos / Getty Images Hull - Wigan 0-5 0-1 Sam Ricketts, sjálfsmark (5.) 0-2 Antonio Valencia (13.) 0-3 Amr Zaki (63.) 0-4 Emile Heskey (69.) 0-5 Amr Zaki (81.) Byrjunarlið Hull var mikið breytt frá deildarbikarleiknum í vikunni og aðeins tveir leikmenn voru áfram í byrjunarliðinu. Wigan gerði sex breytingar á sínu liði. Hull var enn taplaust í deildinni en byrjaði skelfilega gegn Wigan þar sem Sam Ricketts skoraði sjálfsmark strax í upphafi leiksins er hann reyndi að hreinsa frá eftir hornspyrnu Wigan. Og ekki skánaði það. Hull fékk hornspyrnu en boltinn barst fljótlega á Antonio Valencia sem brunaði fram og setti boltann undir Boaz Myhill, markvörð Hull. Valencia kom svo við sögu í þriðja markinu sem kom í síðari hálfleik er hann gaf fyrir frá hægri þar sem Amr Zaki var mættur og setti knöttinn í netið. Leikmenn Wigan voru þó ekki hættir. Í þetta sinn var það Emile Heskey sem skoraði eftir langt útspark Chris Kirkland í markinu sem varnarmenn Hull misreiknuðu illa. Egyptinn Zaki var svo aftur að verki er Wigan skoraði fimmta mark leiksins með þrumuskoti sem fór í slána og inn. Óverjanlegt. Calum Davenport skoraði fyrsta mark West Ham í dag.Nordic Photos / Getty Images West Ham - Blackburn 4-1 1-0 Calum Davenport (12.) 2-0 Christopher Samba, sjálfsmark (20.) 2-1 Jason Roberts (22.) 3-1 Craig Bellamy (90.) 4-1 Carlton Cole (90.) Paul Ince, stjóri Blackburn, sneri aftur á Upton Park í dag og var ekki vel tekið af stuðningsmönnum West Ham þar sem hann ólst upp. Ince fór frá west Ham til Manchester United árið 1989 en það náðist mynd af honum í búningi United löngu áður en félagaskiptin gengu í gegn og það líkaði stuðningsmönnum West Ham ekki. Annars var byrjunarlið West Ham í dag óbreytt frá 3-0 tapinu fyrir Manchester City um síðustu helgi. Blackburn gerði tvær breytingar á sínu liði en Vince Grella var í liðinu í fyrsta sinn síðan hann kom til liðsins. Brett Emerton var einnig í byrjunarliði Blackburn á nýjan leik. West Ham fékk óskabyrjun í leiknum er Callum Davenport kom heimamönnum yfir með skallamarki eftir hornspyrnu Julien Faubert. Og enn batnaði það stuttu síðar er skot Mark Noble átti skot að marki sem breytti fyrst um stefnu á Christopher Samba og af honum fór boltinn í markið. En lærisveinar Paul Ince náðu nánast strax að minnka muninn með marki Jason Roberts. Roberts sneri af sér Davenport og skilaði knettinum laglega í netið. Blackburn varð svo fyrir áfalli er Roque Santa Cruz þurfti að fara meiddur af velli. Matt Derbyshire kom inn á í hans stað og kom boltanum í netið með sinni fyrstu snertingu en var dæmdur rangstæður. Hins vegar virtist markið vera fullkomnlega löglegt. Til að strá salt í sárin fékk Blackburn vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks sem Robert Green varði. Jason Roberts tók spyrnuna fyrir Blackburn. Julien Faubert átti frábæran fyrri hálfleik með West Ham en hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða síðan hann kom til félagsins og tóku margir því andköf þegar hann þurfti að fara af velli í síðari hálfleik vegna meiðsla. Bæði lið áttu góð færi eftir þetta en heimamenn reyndust sterkari í lokin og varamaðurinn Craig Bellamy gerði út um leikinn með marki undir lokin. Hann fékk góða sendingu inn fyrir vörn Blackburn og þrumaði knettinum í þaknetið. Skömmu síðar skoraði Carlton Cole fjórða markið af stuttu færi eftir laglega sókn West Ham-manna. Afonso Alves er hér í þann mund að skora úr aukaspyrnu í dag.Nordic Photos / Getty Images Middlesbrough - Stoke 2-1 1-0 Afonso Alves (37.) 1-1 Justin Hoyte, sjálfsmark (71.) 2-1 Tuncay (85.) David Wheater var í byrjunarliði Boro á nýjan leik eftir meiðsli og Justin Hoyte lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í byrjunarliði í dag. Stoke gerði tíu breytingar á sínu liði frá því í deildarbikarnum í vikunni. Boro byrjaði betur í leiknum og Afonso Alves fékk gott færi um miðbik hálfleiksins er hann komst í gott skotfæri en rann þá til og sóknin rann út í sandinn. Stoke missti svo mann af velli er Amdy Faye fékk að líta rauða spjaldið fyrir tveggja fóta tæklingu á Mohamed Shawky. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Alves Boro yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Glæsilegt mark sem fór beint í efri markvinkilinn. Middlesbrough gat svo komist tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiks er víti var dæmt á Stoke. Stewart Downing þrumaði hins vegar knettinum í þverslána. Downing átti eftir að naga sig í handarbökin skömmu síðar er Stoke náði óvænt að jafna metin. Hoyte varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en Dave Kitson gerði vel með því að pressa á hann. Alves átti svo gott færi skömmu síðar en Thomas Sörensen varði vel í marki Stoke. En ætli réttlætinu hafi ekki verið fullnægt er Tuncay skoraði sigurmark Boro með marki af stuttu færi eftir skot Didier Digard. Jermain Defoe og Armand Traore fagna fyrra marki þess fyrrnefnda í dag.Nordic Photos / Getty Images Everton - Portsmouth 3-0 1-0 Jermain Defoe (12.) 2-0 Glen Johnson (40.) 3-0 Jermain Defoe (69.) Hermann Hreiðarsson var á bekknum hjá Portsmouth í dag þar sem Armand Traore hélt sínu sæti í byrjunarliðinu. James Vaughan var kominn í byrjunarlið Everton á nýjan leik á kostnað hins sextán ára Jose Baxter. Portsmouth komst snemma yfir í leiknum með glæsimarki Jermain Defoe. Hann fékk sendingu frá Peter Crouch og náði að snúa sér í þröngri stöðu og þruma knettinum í netið. Defoe var svo nálægt því að skora öðru sinni skömmu síðar en Tim Howard var vel á verði. Everton fékk líka sín færi en Yakubu átti sendingu fyrir markið þar sem Mikel Arteta var mættur en David James varði glæsilega frá honum. En Glen Johnson sá til þess að Portsmouth fór með tveggja marka forystu í hálfleikinn. Hann átti gott samspil við Defoe og kom sér í góða stöðu og skoraði af öryggi. Í upphafi síðari hálfleiks fékk svo Everton kjörið tækifæri til að minnka muninn er Johnson braut á Vaughan og vítaspyrna dæmd. Yakubu tók vítið en David James varði hins vegar frá honum. Portsmouth nýtti þó sín færi vel og aftur var Defoe að verki er hann skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Potsmouth. Markið var glæsilegt, hann vippaði boltanum í markið frá vítateigslínunni en þetta var hans 100. úrvalsdeildarmark á ferlinum.Hermann Hreiðarsson kom svo inn á sem varamaður fyrir Traore á 78. mínútu leiksins.
Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira