Íslenski boltinn

Leifur ráðinn þjálfari Víkings

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leifur Garðarsson.
Leifur Garðarsson.

Leifur Garðarsson hefur gert tveggja ára samning við Víking Reykjavík. Frá þessu er greint á vefsíðunni Fótbolti.net. Leifur tekur við af Jesper Tollefsen en samningi við þann danska var slitið fyrir helgi.

Víkingum var spáð sigri í 1. deildinni í sumar en liðið hafnaði hinsvegar í fimmta sæti og náði ekki því markmiði sínu að endurheimta sæti sitt í Landsbankadeildinni.

Leifur var rekinn sem þjálfari Fylkis í lok ágúst en hann tók við stjórnartaumunum í Árbænum haustið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×