Lífið

Lily Allen útúrdrukkin í fínustu veislu sumarsins

Breska söngkonan Lily Allen borin út í bíl úr árlegri veislu Glamour magazine.
Breska söngkonan Lily Allen borin út í bíl úr árlegri veislu Glamour magazine.

Breska söngkonan Lily Allen bað alþjóð innilegrar afsökunar á heimasíðu sinni fyrir að hafa drukkið fullmikið á árlegri hátíð Glamour magazine sem var haldin í tilefni af vali á konu ársins.

Allen drakk vægast sagt yfir sig en lífverðir báru söngkonuna nánast meðvitundarlausa úr veislunni að öllum gestum sjáandi. Hún þakkar einnig litla bróður sínum fyrir að hafa séð til þess að hún hafi komist heil heim í þessu afleita ástandi.

 

Það er eflaust ekki gaman að vera Lily Allen þessa dagana. Frá áramótum hefur hún misst fóstur og hætt með kærastanum.

Nærfatafyrirtækið Agent Provocateur sagði henni upp en planið var að nota hana sem andlit í risastórri herferði fyrirtækisins. Svo tekur hún upp á því að fara á fyllerí í fínustu veislu sumarsins.

Heimasíða söngkonunnar lilyallenmusic.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.