Íslenski boltinn

Fram í úrslit Lengjubikarsins

Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Fram komst í gær í úrslit Lengjubikarsins eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni.

Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill en Breiðablik var þó sterkari aðilinn. Seinni hálfleikur var öllu fjörugri og færðist hiti í leikinn eftir því sem líða tók á hálfleikinn. Guðmann Þórisson hlaut rautt spjald þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Breiðablik því manni færri.

Á fimmtu mínútu framlengingar dæmdi Kristinn Jakobsson vítaspyrnu þegar Prince Rajkomar féll í teignum eftir viðskipti sín við Reyni Leósson. Prince tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi framhjá Hannesi í marki Fram. Sex mínútum síðar jafnaði svo Grímur Björn Grímsson metin eftir klafs í teig Blika og spennan í hámarki.

Þegar tíu mínútur voru eftir af framlengingu fékk Breiðablik aðra vítaspyrnu þegar brotið var á Magnúsi Páli Gunnarssyni og skoraði Prince öðru sinni af punktinum. Fram fékk svo þriðju vítaspyrnu leiksins þremur mínútum síðar. Casper varði spyrnu Ingvars Ólasonar en Heiðar Geir Júlíusson fylgdi á eftir og jafnaði metin, 2-2.

Í vítaspyrnukeppninni misnotuðu Casper Jakobsen og Magnús Páll Gunnarsson sínar spyrnur fyrir Breiðablik á meðan Framarar skoruðu úr öllum sínum og unnu samanlagt 6-4.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×