Erlent

Breskir íhaldsmenn óttast um pundið

Íhaldsmenn í Bretlandi óttast að dagar breska pundsins geti verið taldir vegna aðgerða ríkisstjórnar Verkamannaflokksins til bjargar bresku efnahagslífi. George Osborne, talsmaður Íhaldsflokksins í efnahagsmálum, segir í viðtali við breska blaðið Times í morgun að Gordon Brown, forsætisráðherra, sé of viljugur til að taka lán til að bjarga efnahag landsins.

Bresk stjórnvöld hafa ljáð máls á skattlækkunum og Brown lýst því yfir að breska ríkið muni taka lán gerist þess þörf til að auka framleiðni og aðstoða fólk og fyrirtæki. Osborne segir Brown óábyrgan í aðgerðum sínum og að honum virðist sama hvað hann þurfi að fá mikið fé lánað.

Pundið hefur ekki verið veikara gagnvart helstu gjaldmiðlum í þrettán ár. Osbourne segir raunverulega hættu á að gengi pundsins hrynji og áhlaup verði gert á það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×