Erlent

Skógareldar brenna enn í Kalíforníu

MYND/AP

Slökkviliðsmenn í Kalíforníu berjast enn við skógarelda í Montecito sýsly í Los Angeles. Rúmlega tvö þúsund manns berjast við eldana sem loga á tveimur stöðum en hætta er talin á því að Los Angeles verði rafmagnlaus nái eldarnir að raforkuveri í nágrenninu. Mikill vindur er á svæðinu sem gerir slökkvistarf erfitt og nær ómögulegt er að beita flugvélum og þyrlum við slökkvistarfið.

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri hefur lýst yfir neyðarástandi en 65 hús hafa eyðilagst og hundruð eru skemmd. Þúsundir húsa eru talin í hættu og hefur fólki á stórum svæðum verið skipað að yfirgefa heimili sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×