Erlent

Tamíltígrum stökkt á flótta

Stjórnarhermenn við æfingar.
Stjórnarhermenn við æfingar. MYND/AP

Stjórnarherinn á Srí Lanka segist hafa náð allri vesturströnd landsins á sitt vald og hrakið uppreisnarmenn Tamíltígra á flótta. Talið er að herinn geti innan tíðar sótt af fullri hörku úr þremur áttum að vígi tígranna í Kí-lí-nosjí.

Minnst sjötíu þúsund manns hafa fallið frá því Tamílar hófu baráttu fyrir sjálfstæði í norður- og austurhluta Srí Lanka 1983. Samið var um vopnahlé 2002. Norðurlandaþjóðirnar sáu um eftirlit með því. Stjórnvöld á Srí Lanka sögu vopnahléssamkomulaginu upp í janúar og hafa síðan hert sókn sína gegn uppreisnarmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×