Innlent

Forsetinn líkir aðgerðum Breta við atriði úr Dr. Strangelove

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands líkir aðgerðum Breta gagnvart Íslendingum við atriði úr kvikmyndinni Dr. Strangelove. Þar á forsetinn við það þegar ríkisstjórn Bretlands beitti hryðjuverkalögum sínum gegn íslensku bönkunum.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali sem Dagens Industri í Svíþjóð birtir við forsetann í dag.

"Við lítum á okkur sem eina mest friðelskandi og lýðræðislegustu þjóð í heimi," segir Ólafur Ragnar Grímsson. "Þar að auki höfum við verið bandamenn Breta í gegnum NATO í hálfa öld. Breska stjórnin beitti hryðjuverkalögum sínum gegn stærsta félagi Íslands og setti okkur í hóp með opinberum hryðjuverkasamtökum á borð við al-kaída, Talibana og Norður-Kóreu. Þetta var eins og atriði úr Dr. Strangelove."

Í viðtalinu greinir Ólafur Ragnar Grímsson m.a. frá síðustu vikum í lífi sínu, viðbrögðunum við fjármálakreppunni og þeim fundum sem hann hefur átt með almenningi á Íslandi.

Ólafur Ragnar er bjartsýnn á framtíðina og lofar því að íslenska þjóðin muni rísa á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×