Erlent

Vilja skrá yfir óheiðarlega blaðamenn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Unosek.org

Danskir læknar krefjast þess að haldin verði skrá yfir óheiðarlega blaðamenn, rétt eins og læknar geti lent á svörtum listum vegna mistaka.

Þessi krafa kemur í kjölfar fréttaskýringaþáttarins „Það sem læknirinn veit best" sem var á dagskrá danska útvarpsins. Þykir læknum þar vegið að sér, ummæli þeirra tekin úr upprunalegu samhengi og ýmislegt ranghermt.

Formaður danska blaðamannafélagsins telur þessa hugmynd læknanna afleita og hvetur þá til að leita fremur réttar síns í einstökum málum fyrir síðanefnd félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×