Innlent

Seðlabankinn greinir frá einum hluta samkomulagsins við IMF

Bankastjórar Seðlabankans og Aðalhagfræðingurinn.
Bankastjórar Seðlabankans og Aðalhagfræðingurinn.

Seðlabankinn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðunnar undanfarið um hver hafi átt hugmyndina að því að hækka stýrivexti Seðlabankans. Ráðherrar í ríkisstjórninni hafa að mati bankans „undrast" hækkunina og sumir hverjir sagt að hún hafi ekki verið eitt af skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í rökstuðningi sínum á dögunum fyrir hækkuninni sagði bankinn að hækkunin væri hluti af því samkomulagi sem náðst hafi við IMF.

Í tilkynningu bankans segir: „Eins og kunnugt er hefur verið litið svo á að samningsgerð (Letter of Intent) á milli ríkisstjórnar Íslands og sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé enn trúnaðarmál. 19. töluliður samningssgerðarinnar er þó eðli málsins samkvæmt ekki lengur trúnaðarmál."

„Ráðherrar úr ríkisstjórn hafa undrast vaxtahækkun í 18% og hafa jafnframt sagt að ekkert ákvæði um slíka gjörð sé í samningsgerðinni," segir ennfremur í tilkynningunni og síðan er geint frá efni 19. töluliðar: „Í samningsgerðinni segir í 19. tl: "To raise the policy interest rate to 18 percent." Nítjándi töluliður mætti skrifa upp á íslensku á þennan hátt: „Að hækka stýrivexti í 18 prósent."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×