Innlent

Fleiri leita til Mæðrastyrksnefndar

Um þúsund fjölskyldur hafa þurft að reiða sig á matargjafir hjá Mæðrastyrksnefnd í október. Þeim hefur fjölgað um helming frá því í síðasta mánuði.

Það er yfirleitt mest að gera hjá Mæðrastyrksnefndinni þegar stutt er eftir að mánuðinum líkt og nú. Í gær mættu þangað hátt í þrjú hundruð manns sem er mun meira en venjulega. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, segir um þúsund heimili hafa leitað eftir aðstoð í október sem er nær helmingi meira en áður. Atvinnulausum sem þangað leita hafi líka fjölgað og segir Ragnhildur þar sjá hóp sem lítið hafi leitað þangað áður.

Þeir sem leita eftir aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd eru á öllum aldri. Á miðvikudögum er mat og fötum úthlutað en á þriðjudögum geta fólk komið þangað með fata- og matargjafir. Ragnhildur telur að að þeim muni fjölga meira á næstunni sem þangað leita og býr nefndin sig nú undir það.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×