Innlent

Skilur gremju fólks - Sjálfstæðisflokkurinn minni en VG

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist skilja gremju almennings.

,,Ég finn auðvitað fyrir því eins og aðrir hvað það eru miklar áhyggjur í þjóðfélaginu og hvernig þetta ástand leikur fólk og fyrirtæki og samfélagið allt. Ég hef meiri áhyggjur að bregðast við þeim vanda, " sagði Geir í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Í nýjum þjóðarpúlsi Gallups mælist stuðningur við Vinstri græna meiri en Sjálfstæðisflokksins sem er orðin þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Samfylkingin nýtur mest stuðnings og segjast 31% myndu kjósa flokkinn. 27% segjast myndu kjósa Vinstri græna en 26% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 10% og þá nýtur Frjálslyndi flokkurinn 3% stuðnings.

,,Maður getur alveg skilið það að gremja fólks bitni á forystuflokknum í ríkisstjórninni og með sama hætti aukist fylgi hjá stærsta stjórnarandstöðuflokknum," sagði Geir.


















Tengdar fréttir

Endurspeglar breytt landslag

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir nýjan þjóðarpúls Gallups endurspegla breytt landslag í íslenskum stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×