Innlent

Hægt að sækja um atvinnuleysisbætur rafrænt

Gisstur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Gisstur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Frá og með morgundeginum verður hægt að sækja um atvinnuleysisbætur rafrænt. Unnið hefur verið að undirbúningi þess síðustu vikur.

Verður vefgáttin sett upp til reynslu á morgun og er vonast til að hún komist í fulla virkni strax í næstu viku, að fram kemur í tilkynningu frá Vinnumálastofnun.

Umsækjendur um atvinnuleysisbætur geta þar með skráð sig á vef Vinnumálastofnunar en þurfa eftir sem áður að afla nauðsynlegra vottorða og fylgigagna, skila þeim inn á næstu þjónustuskrifstofu innan 14 daga og skrifa undir umsóknina til að hún verði tekin til afgreiðslu.

Vonast er til að þetta auðveldi ferlið fyrir umsækjendur og minnki jafnframt álag á starfsfólk í móttöku hjá Vinnumálastofnun nú á tímum vaxandi atvinnuleysis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×