Erlent

Vatíkanið vill presta í sálfræðipróf

Vatíkanið vill senda tilvonandi kaþólska presta í sálfræðimat til þess að vinsa út gagnkynhneigða umsækjendur sem ekki ráða við kynhvöt sína, og samkynhneigða.

Þessi tillaga kemur í kjölfar hneykslismáls sem komst upp fyrir um sex árum í Bandaríkjunum þar sem prestar misnotuðu táningsdrengi.

Í skjali sem menntamálanefnd Vatíkansins sendi frá sér í dag segir að prestsstarfið krefjist þess af mönnum að þeir séu í andlegu og líkamlegu jafnvægi . Að komast að „sjúklegum" sálfræðilegum göllum áður en menn komast í embætti gæti hjálpað að koma í veg fyrir skelfilega atburði síðar meir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×