Innlent

Fundu fíkniefni í Draumnum

„Já, þeir komu hingað og voru eitthvað að gramsa hérna," segir Ragnar Júlíusson, starfsmaður Draumsins um húsleit lögreglunnar þar í gær.

Lögreglan segir í tilkynningu sem send var út í morgun að fundist hafi ætluð fíkniefni, ólöglegt tóbak og munir sem taldir eru vera þýfi. Húsleitin hafi verið framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði en aðgerðin hafi verið framkvæmd í samvinnu við tollyfirvöld.

Ragnar neitar því hins vegar að lögreglan hafi fundið ólögleg fíkniefni. „Það eru alltaf einhverjar kjaftasögur í gangi, en þetta er bara kjaftæði," segir Ragnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×