Skuldir þjóðarbúsins verða 100 prósent af landsframleiðslu 30. október 2008 10:43 MYND/Vilhelm Skuldir ríkissjóðs munu fara úr 29 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár í 100 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári vegna þeirrar efnahagskreppu sem gengur yfir landið. Það mun jafnframt taka ríkissjóð nokkur ár að vinna sig út úr hallarekstri ríkissjóðs. Þetta kom fram í ræðu Geirs H. Haarde forsætsiráðherra sem flutti skýrslu um stöðu efnahagsmála og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Geir sagði að fáir hefðu trúað því fyrir nokkrum mánuðum að efnahagsþreningarnar yrðu svo miklar að við þyrftum að leita til Alþjóðagjaldeyrssjóðsins. Hin alþjóðlega kreppa hefði breytt hinni efnahagslegu heimsmynd og margar ríkisstjórnir hefðu nú leitað til sjóðsins. Enn fremur hefðu margar af stöndugustu þjóðum heims róið lífróður til þess að bjarga sínum mörkuðum og beitt meðulum sem menn héldu að hætt væri að nota. Sagði Geir fáar þjóðir hafa gripið til jafnróttækra aðgerða og Íslendingar en unnið hefði verið linnulaust að því að lágmarka skaðann. Stærsta verkefnið að ná niður verðbólgu Það væri sameiginlegt verkefni á Alþingi að vinna sig út úr vandanum og þá treysti Geir því að þjóðin sýndi skilning á því sem þyrfti að gera. Hann sagði skort á gjaldeyri hafa veikt gengi krónunnar með tilheyrandi áhrifum á verðlag og verðbólgu. Stærsta verkefnið væri að ná niður verðbólgu og skapa grundvöll fyrir vaxtalækkun. Til þess þyrftum við lán. Geir sagði ríkissjóð verða fyrir tekjutapi og þá yrði enn fremur halli á ríkissjóði vegna efnahagsaðgerða. Allt útlit væri fyrir að við yrðum nokkur ár vinna okkur út úr hallarekstri ríkissjóðs. Hann sagði að fjármagn þyrfti inn í Seðlabankann og nýju bankana til að koma þeim af stað og til þess þyrfti að taka lán. „Auðvitað er það engin óskastaða," sagði Geir og reynsla Íslendinga af því væri ekki góð. Hins vegar hefði verið ráðist í niðurgreiðslu skulda á síðustu árum og það kæmi sér vel núna. Vongóður um lán frá frændþjóðum Geir sagði að þegar leitað hefði verið eftir lánum hjá öðrum þjóðum hefði alls staðar komið fram að forsenda slíks væri samtarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Aðkoma sjóðsins væri ekki einasta mikilvæg heldur opnaði á fleiri lán. Geir sagðist hafa fundað með norrænum forsætisráðherrum í Helsinki á dögunum og þar hefði komið fram góð samstaða. Hann teldi góðar líkur á að norrænu ríkin myndu veita okkur aðstoð í formi láns. Þá þakkaði Geir fyrir hönd þings og þjóðar Færeyingum fyrir aðstoð sína en þeir hafa boðið 300 milljóna lán í dönskum krónum. Geir sagði Íslendinga enn standa í deilum við Breta og að ríkisstjórnin hefði falið breskri lögmannsstofu að kanna grunvdöll fyrir lögsókn vegna beitingu hryðjuyverkalaga í Bretlandi. Sú ákvörðun hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir Íslendinga, þar á meðal á þá sem komu þar hvergi nærri. Vonaði hann að sameiginleg lausn fengist á málum Icesave-reikninga en ríkisstjórnin myndi ekki fallast á skilmála Breta sem settu efnahag Íslendinga í rúst. Geir fjallaði enn fremur um efnahagsáætlun sem stjórnvöld hefðu unnið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika. Samkomulagið yrði vonandi lagt fyrir stjórn sjóðsins á þriðjudag. Sagðist Geir hafa rætt við Dominque Strauss-Kahn í gærkvöld sem sagðist ekki sjá neina meinbugi á því að málið fengi eðlilega meðferð á næsta fundi stjórnarinnar. Því væru líkur á að Íslendingar fengju strax í næstu viku 840 milljónir dollara að láni frá sjóðnum samkvæmt samkomulagi. Stýrivaxtahækkun eins og skerðing á þorskafla Geir sagði enn fremur að það væri forgangsverkefni að koma á stöðugu gengi krónunnar til þess að koma í vef fyrir frekari verðbólgu. Grípa hefði þurt til aðgerða og hækkun stýrivaxta í 18 prósent væri liður í því að koma í veg fyrir frekara útstreymi fjármagns frá landinu og leiddi vonandi einnig til innstreymis. Þá sagði Geir enn fremur að reglur um lausafjárstýringu yrðu einnig hertar. Geir líkti stýrivaxtahækkuninni við þá aðgerða stjórnvalda í fyrra að skera niður þorskkvótann. Aðgerðirnar kostuðu tímabundinn sársauka en myndu skila sér ríkulega síðar. Þá sagði Geir að bráðabirgðaniðurstöður um uppgjör á þroti bankanna bentu til að kostnaður við það gæti numið 85 prósentum af vergri landsframleiðsu. Ríkið hygðist hins vegar ekki eiga bankana til langframa og því myndi eitthvað af fjármununum skila sér til baka. Hann benti á að ofan á þennan kostnað bættist svo halli á ríkissjóði sem yrði allt að 10 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Brútttóskuldir þjóðarbúsins færu því úr 29 prósentum af vergri landsframleiðslu í 100 prósent á næsta ári. Bankakreppan myndi því setja opinbera geiranum þrengri skorður. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina stefna að því að minnka halla ríkissjóðs um 2-3 prósent á ári til ársins 2013. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Skuldir ríkissjóðs munu fara úr 29 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár í 100 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári vegna þeirrar efnahagskreppu sem gengur yfir landið. Það mun jafnframt taka ríkissjóð nokkur ár að vinna sig út úr hallarekstri ríkissjóðs. Þetta kom fram í ræðu Geirs H. Haarde forsætsiráðherra sem flutti skýrslu um stöðu efnahagsmála og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Geir sagði að fáir hefðu trúað því fyrir nokkrum mánuðum að efnahagsþreningarnar yrðu svo miklar að við þyrftum að leita til Alþjóðagjaldeyrssjóðsins. Hin alþjóðlega kreppa hefði breytt hinni efnahagslegu heimsmynd og margar ríkisstjórnir hefðu nú leitað til sjóðsins. Enn fremur hefðu margar af stöndugustu þjóðum heims róið lífróður til þess að bjarga sínum mörkuðum og beitt meðulum sem menn héldu að hætt væri að nota. Sagði Geir fáar þjóðir hafa gripið til jafnróttækra aðgerða og Íslendingar en unnið hefði verið linnulaust að því að lágmarka skaðann. Stærsta verkefnið að ná niður verðbólgu Það væri sameiginlegt verkefni á Alþingi að vinna sig út úr vandanum og þá treysti Geir því að þjóðin sýndi skilning á því sem þyrfti að gera. Hann sagði skort á gjaldeyri hafa veikt gengi krónunnar með tilheyrandi áhrifum á verðlag og verðbólgu. Stærsta verkefnið væri að ná niður verðbólgu og skapa grundvöll fyrir vaxtalækkun. Til þess þyrftum við lán. Geir sagði ríkissjóð verða fyrir tekjutapi og þá yrði enn fremur halli á ríkissjóði vegna efnahagsaðgerða. Allt útlit væri fyrir að við yrðum nokkur ár vinna okkur út úr hallarekstri ríkissjóðs. Hann sagði að fjármagn þyrfti inn í Seðlabankann og nýju bankana til að koma þeim af stað og til þess þyrfti að taka lán. „Auðvitað er það engin óskastaða," sagði Geir og reynsla Íslendinga af því væri ekki góð. Hins vegar hefði verið ráðist í niðurgreiðslu skulda á síðustu árum og það kæmi sér vel núna. Vongóður um lán frá frændþjóðum Geir sagði að þegar leitað hefði verið eftir lánum hjá öðrum þjóðum hefði alls staðar komið fram að forsenda slíks væri samtarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Aðkoma sjóðsins væri ekki einasta mikilvæg heldur opnaði á fleiri lán. Geir sagðist hafa fundað með norrænum forsætisráðherrum í Helsinki á dögunum og þar hefði komið fram góð samstaða. Hann teldi góðar líkur á að norrænu ríkin myndu veita okkur aðstoð í formi láns. Þá þakkaði Geir fyrir hönd þings og þjóðar Færeyingum fyrir aðstoð sína en þeir hafa boðið 300 milljóna lán í dönskum krónum. Geir sagði Íslendinga enn standa í deilum við Breta og að ríkisstjórnin hefði falið breskri lögmannsstofu að kanna grunvdöll fyrir lögsókn vegna beitingu hryðjuyverkalaga í Bretlandi. Sú ákvörðun hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir Íslendinga, þar á meðal á þá sem komu þar hvergi nærri. Vonaði hann að sameiginleg lausn fengist á málum Icesave-reikninga en ríkisstjórnin myndi ekki fallast á skilmála Breta sem settu efnahag Íslendinga í rúst. Geir fjallaði enn fremur um efnahagsáætlun sem stjórnvöld hefðu unnið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika. Samkomulagið yrði vonandi lagt fyrir stjórn sjóðsins á þriðjudag. Sagðist Geir hafa rætt við Dominque Strauss-Kahn í gærkvöld sem sagðist ekki sjá neina meinbugi á því að málið fengi eðlilega meðferð á næsta fundi stjórnarinnar. Því væru líkur á að Íslendingar fengju strax í næstu viku 840 milljónir dollara að láni frá sjóðnum samkvæmt samkomulagi. Stýrivaxtahækkun eins og skerðing á þorskafla Geir sagði enn fremur að það væri forgangsverkefni að koma á stöðugu gengi krónunnar til þess að koma í vef fyrir frekari verðbólgu. Grípa hefði þurt til aðgerða og hækkun stýrivaxta í 18 prósent væri liður í því að koma í veg fyrir frekara útstreymi fjármagns frá landinu og leiddi vonandi einnig til innstreymis. Þá sagði Geir enn fremur að reglur um lausafjárstýringu yrðu einnig hertar. Geir líkti stýrivaxtahækkuninni við þá aðgerða stjórnvalda í fyrra að skera niður þorskkvótann. Aðgerðirnar kostuðu tímabundinn sársauka en myndu skila sér ríkulega síðar. Þá sagði Geir að bráðabirgðaniðurstöður um uppgjör á þroti bankanna bentu til að kostnaður við það gæti numið 85 prósentum af vergri landsframleiðsu. Ríkið hygðist hins vegar ekki eiga bankana til langframa og því myndi eitthvað af fjármununum skila sér til baka. Hann benti á að ofan á þennan kostnað bættist svo halli á ríkissjóði sem yrði allt að 10 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Brútttóskuldir þjóðarbúsins færu því úr 29 prósentum af vergri landsframleiðslu í 100 prósent á næsta ári. Bankakreppan myndi því setja opinbera geiranum þrengri skorður. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina stefna að því að minnka halla ríkissjóðs um 2-3 prósent á ári til ársins 2013.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira