Enski boltinn

Englendingar með átak í grasrótarstarfi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Trevor Brooking hefur yfirumsjón með átakinu.
Trevor Brooking hefur yfirumsjón með átakinu.

Enska knattspyrnusambandið hefur kynnt átak í grasrótarstarfi í landinu. Gerð hefur verið fimm ára áætlun og á að eyða yfir 200 milljónum punda í að efla fótbolta enskra krakka.

Stefnt er að fjölga ungum fótboltaiðkendum í landinu, bæta aðstöðu þeirra, efla þjálfun og einnig að framleiða fleiri dómara.

Sir Trevor Brooking hefur yfirumsjón með verkefninu fyrir enska knattspyrnusambandið og segir hann að bundnar séu vonir við að þetta átak muni gjörbylta grasrótarstarfinu í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×