Enski boltinn

Drogba kátur með lífið hjá Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba.

Didier Drogba segist vera þreyttur á þeim sögusögnum að hann sé ekki ánægður í herbúðum Chelsea. Sóknarmaðurinn sterki hefur reglulega verið orðaður við önnur lið síðan Jose Mourinho hætti með Chelsea.

Meðal annars hafa verið sögur þess efnis að Mourinho ætli að kaupa Drogba frá Chelsea. „Það hefur ekkert verið í gangi og ég er ánægður hér. Félagið vill halda mér og ég er sáttur," sagði Drogba sem er samningsbundinn til ársins 2010.

„Ég hef alltaf verið áhugamaður um ítalska boltann en í dag er ég leikmaður Chelsea. Síðasta tímabil var það fyrsta sem ég upplifa hjá Chelsea án þess að vinna neitt og ég get ekki yfirgefið félagið þannig. Draumur minn er að vinna Meistaradeildina með liðinu," sagði Drogba.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×