Enski boltinn

Ronaldo skoraði í sigri United

Elvar Geir Magnússon skrifar
Giggs og Ronaldo í leiknum í kvöld en þeir skoruðu báðir.
Giggs og Ronaldo í leiknum í kvöld en þeir skoruðu báðir.

Manchester United er komið áfram í enska deildabikarnum eftir 3-1 sigur á Middlesbrough á Old Trafford í kvöld. Englands- og Evrópumeistararnir féllu í fyrra út gegn Coventry á þessu stigi deildabikarsins.

United náði verðskuldað forystunni þegar Cristiano Ronaldo skoraði með skalla í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu. Adam Johnson jafnaði gegn gangi leiksins.

Emanuel Pogatetz fékk beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Rodrigo Possebon, miðjumanni United. Possebon fótbrotnaði og var borinn af velli á börum. Einum fleiri kláruðu United leikinn með mörkum Ryan Giggs og Nani.

Liverpool komst einnig áfram í deildabikarnum í kvöld með því að leggja Crewe að velli 2-1. Daniel Agger kom Liverpool yfir en gestirnir jöfnuðu. Lucas Leiva skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf Jermaine Pennant.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×