Enski boltinn

West Ham þögult um niðurstöðu gerðardóms

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham, til hægri.
Björgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham, til hægri. Nordic Photos / Getty Images

Ásgeir Friðgeirsson, varastjórnarformaður West Ham, sagði í samtali við Vísi að félagið myndi ekki tjá sig um Tevez-málið svokallaða á þessu stigi málsins.

Í morgun var sagt frá niðurstöðu gerðardóms sem skipaður var er Sheffield United krafði West Ham skaðabóta fyrir að nota Carlos Tevez tímabilið 2006-7. United vildi meina að Tevez hafi verið ólöglegur leikmaður með West Ham sem um vorið bjargaði sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni á kostnað United.

„Það er mikilvægt að það komi fram að þetta ferli er í tveimur áföngum," sagði Ásgeir. „Annars vegar þessi niðurstaða og svo verður annar gerðardómur skipaður sem ákvarðar viðgjöld. Því er ólokið og því lítum við sem svo að málið sé enn fyrir gerðardómi og munum við ekki tjá okkur um það á meðan svo er."




Tengdar fréttir

Gerðardómur dæmdi Sheffield United í hag

Gerðardómur hefur dæmt Sheffield United í hag vegna Tevez-málsins svokallaða. United vill fá rúma 5,2 milljarða, 30 milljónir punda, í skaðabætur frá West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×