Fótbolti

Rangers sló út Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts. Mynd/SNS

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir Hearts sem tapaði í kvöld fyrir Rangers í undanúrslitum skosku deildabikarkeppninnar.

Rangers vann leikinn, 2-0, og skoraði bæði mörkin sín um miðbik síðari hálfleiksins. Ferguson og Darcheville skoruðu mörk Rangers.

Eggert lagði upp gott færi fyrir félaga sinn í fyrri hálfleik sem þó ekkert varð úr og hann komst svo sjálfur nálægt því að skora undir lok leiksins. Hann fékk þá gott skotfæri í vítateig Rangers en skaut beint á markvörð liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×