Erlent

Maður handtekinn vegna hvarfs 10 ára stúlku í Svíþjóð

Lögregla í Svíþjóð handtók í gærkvöld 42 ára gamlan mann vörubílstjóra sem grunaður er um að hafa rænt 10 ára stúlku í landinu, en ekkert hefur spurst til hennar síðan á laugardag.

Eftir því sem sænska ríkisútvarpið greinir frá hefur maðurinn áður verið dæmdur fyrir nauðgun og hefur hann verið færður til yfirheyrslu. Þá hefur lögreglan langt hald á Saab-bifreið mannsins.

Handtakan hefur ekki áhrif á leitina að stúlkunni en hún hélt áfram í morgun, meðal annars með þátttöku 20 sporhunda. Stúlkan, Engla Juncosa-Höglund, hvarf í bænum Hedemora norður af Stokkhólmi á laugardag þegar hún var á leið heim af knattspyrnuleik. Hjól hennar fannst í skóglendi skammt frá heimili hennar en ekkert hefur enn spurst til hennar sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×