Innlent

Sinntu ekki ökumanni í bílveltu

Að minnsta kosti þremur bifreiðum var ekið fram hjá vettvangi bílvelut á Garðskagavegi um eittleytið í dag.

Fram kemur í frétt lögreglunnar á Suðurnesjum að bíllinn hafi oltið sunnan við golfvöllinn í Leirunni. Kona sem var ein í bílnum slapp með lítil meiðsl þar sem hún var í öryggisbelti. Vegfarendur sem stöðvuðu til að aðstoða hana veittu því athygli að minnsta kosti þrem bifreiðum var ekið fram hjá vettvangi án þess að veita ökumanninum aðstoð.

Þá var ökumaðurinn hálfur út úr bifreiðinni, sem var á hvolfi, fastur í öryggisbelti. Konan var flutt á Heilbrigðsstofnun Suðurnesja með sjúkrabifreið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×