Enski boltinn

Hasselbaink hættur

Hasselbaink og Eiður Smári á góðri stund árið 2001
Hasselbaink og Eiður Smári á góðri stund árið 2001 NordicPhotos/GettyImages

Hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir glæsilegan feril.

Hasselbaink, sem fæddur er í Súrínam, hóf ferilinn með AZ Alkmaar í Hollandi árið 1990 en gerði garðinn frægan m.a. hjá Leeds og Chelsea á Englandi. Hann lék einnig með Atletico Madrid á Spáni en lauk ferlinum hjá Cardiff.

Flestir muna líklega eftir Hasselbaink á árunum 2000-2004 þegar hann lék með Chelsea, en þar var samvinna hans og Eiðs Smára Guðjohnsen margrómuð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×