Íslenski boltinn

Kári Steinn hættur

Knattspyrnumaðurinn Kári Steinn Reynisson hjá ÍA hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril með Skagaliðinu. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Kári er þriðji leikjahæsti leikmaður ÍA frá upphafi og á að baki 439 leiki með félaginu. Hann hóf feril sinn með meistaraflokki árið 1993 og hefur leikið nánast óslitið með liðinu síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×