Erlent

Baðhús keisara opnað að nýju í Róm

Óli Tynes skrifar
Salur tíu í baðhúsi Díókletíanusar.
Salur tíu í baðhúsi Díókletíanusar. MYND/AP

Aðalsalurinn í baðhúsi Díókletíanusar keisara í Róm hefur verið opnaður almenningi á nýjan leik. Baðhúsið var byggt á árunum 298 og 306 eftir Krist og var það stærsta í borginni.

Baðhúsið er í mörgum byggingum og gríðarlega stórt. Salir þess eru tólf talsins og það var tíundi salurinn (Aula X) sem nú var opnaður.

Fornleifafræðingar eru ekki alveg vissir um til hvers hann var notaður, en vegna stærðar sinnar og legu er hann talinn aðalsalur hússins.

Rómversku hveraböðin voru ekki aðeins reist í hreinlætisskyni þau voru einnig mikilvæg samkomuhús.

Í baðhúsi Díókletíanusar var leikfimisalur, sána, heitir og kaldir pottar og bókasafn. Talið er að 3000 manns hafi auðveldlega komist þar fyrir samtímis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×