Enski boltinn

Bilic ætlar að standa við gerða samninga

Slaven Bilic
Slaven Bilic NordicPhotos/GettyImages

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata í knattspyrnu, verður tæplega eftirmaður Alan Curbishley sem sagði af sér hjá West Ham í hádeginu.

Bilic er nú á fullu að undirbúa króatíska liðið fyrir mikilvæga leiki í undankeppni HM og segist ætla að standa við samning sinn við króatíska knattspyrnusambandið sem gildir fram yfir HM árið 2010.

Hann hefur mikið verið orðaður við West Ham þar sem hann spilaði sem leikmaður á síðasta áratug og var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins.

"Ég er alltaf að fá símtöl frá Englandi og eftir því sem nær dregur leik okkar við Englendinga í undankeppni HM, verður skrifað meira og meira um að ég sé að fara að taka við liði á Englandi. Ég er hinsvegar nýbúinn að skrifa undir samning og ætla mér að standa við hann fram yfir HM 2010," sagði Bilic í viðtali við Setana Sports á mánudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×