Lífið

Christian Dior stoppar auglýsingaherferð

Sharon Stone andlit Christian Dior.
Sharon Stone andlit Christian Dior.

Tískurisinn Christian Dior hefur ákveðið að stoppa auglýsingaherferð þar sem andlit leikkonunnar Sharon Stone spilar veigamikið hlutverk í kjölfar orða hennar sem hafi vakið hörð viðbrögð.

Leikkona sagði á kvikmyndahátíðinni í Cannes að jarðskjálftann í Kína væri ekkert annað en slæmt karma þjóðarinnar vegna slæmrar meðferðar á Tíbetum.

„Viðskiptavinir okkar hafa brugðist hart við orðum leikkonunnar og því létum við fjarlægja auglýsingaskilti með myndum af andliti hennar úr öllum verslunum okkar í Kína," sagði í yfirlýsingu sem Christian Dior sendi frá sér.

68 þúsund manns hafa nú þegar látist af völdum jarðskjálftans.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.