Íslenski boltinn

KSÍ skipar starfshóp um framkomu í fjölmiðlum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

KSÍ hefur skipað starfshóp um ábyrga framkomu aðila innan vébanda KSÍ í fjölmiðlum. Það kemur fram á heimasíðu sambandsins í dag.

Stjórn KSÍ samþykkti þetta á fundi sínum í gær og er starfshópnum ætlað að kynna sér stöðu þessara mála í nágrannalöndum Íslands. Þá á einnig að athuga hvort setja beri reglur um viðtöl og breyta um refsiramma.

Starfshópinn skipa Lúðvík Georgsson, varaformaður KSÍ, Þórarinn Gunnarsson formaður dómaranefndar, Stefán Geir Þórisson formaður laga- og leikreglnanefndar og Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ.

Fyrir skömmu var Guðjón Þórðarson dæmdur í eins leiks bann og knattspyrnudeild ÍA sektuð um 20 þúsund krónur fyrir ummæli sem Guðjón lét falla eftir leik Keflavíkur og ÍA í fjórðu umferð Landsbankadeildar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×