Íslenski boltinn

Kristján: Byrjunin var lykillinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og var valinn maður leiksins á Stöð 2 Sport.
Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og var valinn maður leiksins á Stöð 2 Sport. Mynd/Víkurfréttir

Keflvíkingar unnu 5-3 sigur á Val í hreint ótrúlegum leik í dag. Keflavík var komið í 2-0 eftir fimm mínútna leik.

„Byrjunin var lykillinn að þessum sigri. Ég varla trúði því þegar ég leit á töfluna og sá að staðan var 5-1 fyrir okkur. Aftur á móti er ég verulega ósáttur að við fengum þessi mörk á okkur undir lokin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, í viðtali við Stöð 2 Sport.

Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, bjóst við erfiðum leik en engan veginn við því sem gerðist í Keflavík. „Þeir nýttu fyrstu tvö færin í leiknum á meðan við vorum sofandi í varnarleiknum. Það er erfitt að vinna með slíka forgjöf í Keflavík, það kom á daginn. Ég átti ekki von á því að við myndum lenda 2-0 undir eftir fimm mínútur," sagði Willum.

„Við vorum ekki nægilega einbeittir til baka en engu að síður er ég að vissu leyti stoltur af mínum mönnum. Við hættum aldrei og gáfum allt í þetta. Keflavíkurliðið kom virkilega sterkt til leiks og verðskuldaði sigurinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×