Íslenski boltinn

Útvarp Saga lýsir beint frá 1. deildinni

Frá leik Víkings og FH í Landsbankadeildinni í fyrra.
Frá leik Víkings og FH í Landsbankadeildinni í fyrra.

Á mánudag klukkan fimm mun Útvarp Saga hefja beinar útsendingar frá 1.deildinni í knattspyrnu. Fyrsti leikur sumarsins verður leikur milli Víkings Reykjavík og Selfoss.

Það verða íþróttafréttamennirnir Björn Berg og Sverrir Júlíusson sem munu hafa veg og vanda af þessum útsendingum í sumar. Íþróttadeild Sögu verður í samstarfi við valinkunna menn sem hafa verið að lýsa leikjum í nokkur ár sem munu aðstoða stöðina við að gera þetta eins vel og mögulegt er, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Útvarpi Sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×