Sextán mörk í fimm leikjum Elvar Geir Magnússon skrifar 10. maí 2008 16:30 Fjölnismenn unnu Þrótt örugglega. Mynd/Pjetur Keppni í Landsbankadeildinni hófst í dag þegar fimm leikir voru flautaðir á klukkan 14:00. Fjölmörg mörk litu dagsins ljós en þrír útisigrar litu dagsins ljós. KR - Grindavík 3-1Það var markalaust í hálfleik í Vesturbænum en þessum tveimur liðum var spáð ólíku gengi í sumar. Guðjón Baldvinsson opnaði markareikning sinn fyrir KR í Landsbankadeildinni þegar hann kom liðinu yfir á 63. mínútu með góðum skalla af markteig eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Scott Ramsay jafnaði með mögnuðu marki og eitt af mörkum sumarsins hefur þegar litið dagsins ljós. Hann þrumaði boltanum í samskeytin frá vítateig eftir frábæra sókn Grindvíkinga. Guðmundur Pétursson endurheimti forystuna fyrir KR með skalla og annar varamaður, Ingimundur Níels Óskarsson, skoraði þriðja mark KR.Þróttur - Fjölnir 0-3Það var klassamunur á nýliðunum Þrótti og Fjölni sem mættust á Valbjarnarvelli. Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölnismönnum yfir eftir 25 mínútna leik. Hann skoraði því fyrsta mark Fjölnis í efstu deild. Ólafur Páll Snorrason komst upp hægri kantinn og sendi góða sendingu sem hitti á Gunnar. Fjölnismenn skoruðu síðan sitt annað mark á 61. mínútu en það gerði Pétur Georg Markan. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann fór í netið. Gunnar bætti þriðja marki Fjölnis við í seinni hálfleiknum og innsiglaði verðskuldaðan sigur Fjölnis.HK - FH 0-4 Tryggvi Guðmundsson átti stórleik fyrir FH sem vann 4-0 sigur á HK á Kópavogsvelli. Hann lagði upp fyrstu þrjú mörkin og skoraði það fjórða sjálfur. Atli Viðar Björnsson kom FH yfir eftir 14 mínútna leik og Jónas Grani Garðarsson bætti öðru marki við. Það var síðan Atli Guðnason sem skoraði þriðja mark FH með skalla. HK-ingar sáu ekki til sólar í leiknum.ÍA - Breiðablik 1-1 Baráttueikur ÍA og Breiðabliks á Akranesi endaði 1-1. Prince Rajcomar kom Breiðabliki yfir eftir fimmtán mínútna leik. Blikar áttu skot sem markvörður ÍA hélt ekki og Prince skoraði örugglega. Eftir um stundarfjórðung í seinni hálfleik fékk Jón Vilhelm Ákason, leikmaður ÍA, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Einum færri náði ÍA að jafna á 75. mínútu en Stefán Þórðarson skoraði markið.Fylkir - Fram 0-3 Þá vann Fram 3-0 útisigur gegn Fylki í Árbænum. Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði fyrsta markið á 14. mínútu eftir sendingu frá Sam Tillen. Jón fór síðan meiddur af velli síðar í hálfleiknum. Snemma í seinni hálfleik bætti Hjálmar Þórarinsson við marki og skoraði síðan sitt annað mark og þriðja mark Fram á 61. mínútu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Keppni í Landsbankadeildinni hófst í dag þegar fimm leikir voru flautaðir á klukkan 14:00. Fjölmörg mörk litu dagsins ljós en þrír útisigrar litu dagsins ljós. KR - Grindavík 3-1Það var markalaust í hálfleik í Vesturbænum en þessum tveimur liðum var spáð ólíku gengi í sumar. Guðjón Baldvinsson opnaði markareikning sinn fyrir KR í Landsbankadeildinni þegar hann kom liðinu yfir á 63. mínútu með góðum skalla af markteig eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Scott Ramsay jafnaði með mögnuðu marki og eitt af mörkum sumarsins hefur þegar litið dagsins ljós. Hann þrumaði boltanum í samskeytin frá vítateig eftir frábæra sókn Grindvíkinga. Guðmundur Pétursson endurheimti forystuna fyrir KR með skalla og annar varamaður, Ingimundur Níels Óskarsson, skoraði þriðja mark KR.Þróttur - Fjölnir 0-3Það var klassamunur á nýliðunum Þrótti og Fjölni sem mættust á Valbjarnarvelli. Gunnar Már Guðmundsson kom Fjölnismönnum yfir eftir 25 mínútna leik. Hann skoraði því fyrsta mark Fjölnis í efstu deild. Ólafur Páll Snorrason komst upp hægri kantinn og sendi góða sendingu sem hitti á Gunnar. Fjölnismenn skoruðu síðan sitt annað mark á 61. mínútu en það gerði Pétur Georg Markan. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann fór í netið. Gunnar bætti þriðja marki Fjölnis við í seinni hálfleiknum og innsiglaði verðskuldaðan sigur Fjölnis.HK - FH 0-4 Tryggvi Guðmundsson átti stórleik fyrir FH sem vann 4-0 sigur á HK á Kópavogsvelli. Hann lagði upp fyrstu þrjú mörkin og skoraði það fjórða sjálfur. Atli Viðar Björnsson kom FH yfir eftir 14 mínútna leik og Jónas Grani Garðarsson bætti öðru marki við. Það var síðan Atli Guðnason sem skoraði þriðja mark FH með skalla. HK-ingar sáu ekki til sólar í leiknum.ÍA - Breiðablik 1-1 Baráttueikur ÍA og Breiðabliks á Akranesi endaði 1-1. Prince Rajcomar kom Breiðabliki yfir eftir fimmtán mínútna leik. Blikar áttu skot sem markvörður ÍA hélt ekki og Prince skoraði örugglega. Eftir um stundarfjórðung í seinni hálfleik fékk Jón Vilhelm Ákason, leikmaður ÍA, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Einum færri náði ÍA að jafna á 75. mínútu en Stefán Þórðarson skoraði markið.Fylkir - Fram 0-3 Þá vann Fram 3-0 útisigur gegn Fylki í Árbænum. Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði fyrsta markið á 14. mínútu eftir sendingu frá Sam Tillen. Jón fór síðan meiddur af velli síðar í hálfleiknum. Snemma í seinni hálfleik bætti Hjálmar Þórarinsson við marki og skoraði síðan sitt annað mark og þriðja mark Fram á 61. mínútu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira