Íslenski boltinn

Tryggvi: Okkar að byggja á þessu

Magnús Halldórsson skrifar
Tryggvi átti stórleik.
Tryggvi átti stórleik.

Tryggvi Guðmundsson átti stórleik fyrir FH þegar liðið rúllaði yfir HK 4-0 á útivelli í dag. Hann lagði upp þrjú mörk og skoraði síðan það fjórða.

Tryggvi var að vonum ánægður í leikslok. „Við vorum staðráðnir í að spila okkar leik og það gekk vel. Við einbeittum okkur að því að spila okkar leik og mér fannst við ná að láta boltann ganga vel á milli manna. HK-liðið komst aldrei í takt við leikinn og við hleyptum því aldrei að okkur. Nú er það okkar að byggja á þessu," sagði Tryggvi.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði sína menn hafa komið tilbúna inn í leikinn og það hefði slegið HK útaf laginu. „Við spiluðum eins og okkar er von og vísa. Vorum einbeittir og stjórnuðum leiknum. Eftir að við komust í 0-2 þá fannst mér við vera komnir með gott tak á leiknum, sem við slepptum aldrei. Nú byggjum við á þessu," sagði Heimir.

Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, var óánægður með sína menn leikslok. „Við vorum bara ekki tilbúnir og færðum FH alltof einfaldan sigur," sagði Gunnar. Hann segir sína menn þurfa að byrja strax að hugsa um næsta leik og reyna að gleyma þessum leik sem fyrst.

„Það gekk ekkert upp hjá okkur. Menn tóku rangar ákvarðanir, náðu ekki upp baráttu og virtust ekki tilbúnir. Það er alveg ljóst að við þurfum að skoða okkar mál og byrja strax að hugsa um næsta leik. Við getum betur en þetta og strákarnir vita það. Það er stutt í næsta leik og það er best að reyna að gleyma þessar frammistöðu sem allra fyrst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×