Ferguson: Erfiðasti titilinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2008 18:03 Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images Alex Ferguson sagði eftir að Manchester United varð Englandsmeistari í dag að nýjasti titillinn hafi verið sá erfiðasti. Ferguson hefur tíu sinnum orðið meistari sem knattspyrnustjóri United. „Var erfiðast að vinna þennan titil? Við áttum síðasta leikinn í dag og hann var á útivelli sem flækir málin," sagði Ferguson. „Við spiluðum vel lengst af í leiknum. Þetta stóð tæpt nokkrum sinnum og svo kom rigingin og þá getur allt gerst." „Einmitt þegar ég hélt að við værum að ná stjórn á leiknum fórum við illa með nokkur færi og markvörður þeirra varði nokkrum sinnum vel. Maður beið óþreyjufullur eftir öðru marki og svo kom okkar elsti leikmaður, Ryan Giggs, og gekk frá leiknum - frábært." Hann sagði að það hefði ekkert þýtt að hugsa um aðra leiki og hvernig staðan væri í leik Chelsea. „Það var einhver gaur á bak við mig sem sagði mér að staðan væri 2-0 fyrir Chelsea eftir eina mínútu. Sá gerði sitt fyrir Chelsea í dag." Spurður hvort að það hafi átt sér stað einhver ákveðinn vendipunktur á tímabilinu sem gerði það að verkum að United komst á skrið. „Ég held að þetta hafi flætt fram og til baka allt tímabilið. Það leit út fyrir að Arsenal myndi vinna deildina lengi vel en þeir virtust eiga erfitt eftir að við slógum þá út úr bikarkeppninni," sagði Ferguson. „En svo töpuðum við stigum gegn Blackburn og Middlesbrough og Chelsea blandaði sér í baráttuna." „En að vinna tíu titla er meiriháttar. Ég er mjög stoltur og ég hef verið svo lengi í þessu. En þetta er frábært félag. Þetta er léttara fyrir mig en alla aðra," bætti hann við og sagðist ekkert vera að hugsa um að fara á eftir laun. „Hvernig væri hægt að komast af án þessa alls," sagði hann einfaldlega. United vantar nú einn titil til að jafna árangur Liverpool sem hefur unnið flesta meistaratitla í Englandi. „Ég held að þetta sé innan seilingar. Við erum með ungt lið sem er stöðugt í þróun. Þetta er gott ungt lið og leikmennirnir eiga mörg ár eftir." Hann segir að með sigrinum í dag fari þeir á mjög jákvæðum nótum inn í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem andstæðingurinn verður einmitt Chelsea. Í fyrra tapaði United fyrir West Ham í lokaleik sínum og í kjölfarið tapaði liðið í úrslitum ensku bikarkeppninnar. „Er þetta besta lið sem ég ef stýrt? Ef þeir vinna Meistaradeildina hlýtur það að vera svo." Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira
Alex Ferguson sagði eftir að Manchester United varð Englandsmeistari í dag að nýjasti titillinn hafi verið sá erfiðasti. Ferguson hefur tíu sinnum orðið meistari sem knattspyrnustjóri United. „Var erfiðast að vinna þennan titil? Við áttum síðasta leikinn í dag og hann var á útivelli sem flækir málin," sagði Ferguson. „Við spiluðum vel lengst af í leiknum. Þetta stóð tæpt nokkrum sinnum og svo kom rigingin og þá getur allt gerst." „Einmitt þegar ég hélt að við værum að ná stjórn á leiknum fórum við illa með nokkur færi og markvörður þeirra varði nokkrum sinnum vel. Maður beið óþreyjufullur eftir öðru marki og svo kom okkar elsti leikmaður, Ryan Giggs, og gekk frá leiknum - frábært." Hann sagði að það hefði ekkert þýtt að hugsa um aðra leiki og hvernig staðan væri í leik Chelsea. „Það var einhver gaur á bak við mig sem sagði mér að staðan væri 2-0 fyrir Chelsea eftir eina mínútu. Sá gerði sitt fyrir Chelsea í dag." Spurður hvort að það hafi átt sér stað einhver ákveðinn vendipunktur á tímabilinu sem gerði það að verkum að United komst á skrið. „Ég held að þetta hafi flætt fram og til baka allt tímabilið. Það leit út fyrir að Arsenal myndi vinna deildina lengi vel en þeir virtust eiga erfitt eftir að við slógum þá út úr bikarkeppninni," sagði Ferguson. „En svo töpuðum við stigum gegn Blackburn og Middlesbrough og Chelsea blandaði sér í baráttuna." „En að vinna tíu titla er meiriháttar. Ég er mjög stoltur og ég hef verið svo lengi í þessu. En þetta er frábært félag. Þetta er léttara fyrir mig en alla aðra," bætti hann við og sagðist ekkert vera að hugsa um að fara á eftir laun. „Hvernig væri hægt að komast af án þessa alls," sagði hann einfaldlega. United vantar nú einn titil til að jafna árangur Liverpool sem hefur unnið flesta meistaratitla í Englandi. „Ég held að þetta sé innan seilingar. Við erum með ungt lið sem er stöðugt í þróun. Þetta er gott ungt lið og leikmennirnir eiga mörg ár eftir." Hann segir að með sigrinum í dag fari þeir á mjög jákvæðum nótum inn í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem andstæðingurinn verður einmitt Chelsea. Í fyrra tapaði United fyrir West Ham í lokaleik sínum og í kjölfarið tapaði liðið í úrslitum ensku bikarkeppninnar. „Er þetta besta lið sem ég ef stýrt? Ef þeir vinna Meistaradeildina hlýtur það að vera svo."
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira