Lífið

Kanar vilja ekki Boy George

Eitíspopparanum breska Boy George hefur verið synjað um landvistarleyfi í Bandaríkjunum vegna vafasamrar fortíðar sinnar og yfirvofandi réttarhalda í London í haust. Heimsóknin átti að vera hluti af sumartónleikaferð George, og ætlaði popparinn meðal annars að halda sérstaka tónleika fyrir fyrrverandi starfsfélaga sína í hreinsunardeild New York borgar, þar sem hann sinnti samfélagsþjónustu í fyrra vegna fíkniefnabrota sinna.

Bretar eiga þar með leik í nýrri stjörnum prýddri milliríkjadeilu. Heimilisdrottningunni bandarísku Mörthu Stewart, sem sat eitt sinn í fangelsi fyrir bókhaldssvik, var nýlega neitað um landvistarleyfi í Bretlandi vegna glæpaferils síns. Slúðurblöðin vestanhafs velta því fyrir sér hvort synjun George sé hefnd fyrir þá miklu hneysu, en Martha er nánast í dýrðlingatölu hjá margri húsmóðurinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.