Lífið

Vill verja réttindi tölvunotenda

Freyr Gunnar Ólafsson. Einn af skipuleggjendum ráðstefnu um stafrænt frelsi.
Freyr Gunnar Ólafsson. Einn af skipuleggjendum ráðstefnu um stafrænt frelsi.
"Aðaltilgangurinn er að verja réttindi þeirra sem nota tölvur," segir Freyr Gunnar Ólafsson sem situr í stjórn Félags um stafrænt frelsi. Félagið stendur fyrir ráðstefnu sem verður haldinn þann 5. júlí næstkomandi.

"Ráðstefnan gengur út á fræðslu og fyrirlestra um stafrænt frelsi. Hvernig það hefur áhrif á einstaklinga og þjóðfélagið í heild," segir Freyr.

Nýlega gaf forsætisráðuneytið út reglugerð um notkun á frjálsum hugbúnaði í menntakerfinu. Samkvæmt reglugerðinni á að gera frjálsum hugbúnaði jafn hátt undir höfði og Microsoft bálkninu og kynna kosti frjáls hugbúnaðars fyrir nemendum

Freyr segir menntakerfið geta sparað umtalsverðar upphæðar á frjálsum hugbúnaði. Engin ástæða sé til þess að vera bundin í klyfjar tölvurisana.

Fyrir þá sem ekki eru innvígðir í orðræðu tölvuheimsins er frjáls hugbúnaður yfirleitt ekki seldur og opinn almenningi til að breyta og bæta og þykja forrit eins og Open Office - sem er einskonar frjáls útgáfa af Microsoft Word - jafnvel lausari við villur og púka.

Freyr segir fjölda frægra gesta úr tölvuheiminum halda tölu á ráðstefnunni. Þekktastur sé lögfræðingurinn Eben Moglen sem samdi nýjustu útgáfuna af höfundarréttarleyfinu sem megnið af frjálsum hugbúnaði sé undir.

"Helsta markmið ráðstefnunnar er að kynna hugtak og hugmyndafræði frjáls hugbúnaðars fyrir almenningi og áhrifamanna innan stjórn- og menntageirans," segir Freyr og tekur fram að auðvitað sé ókeypis inn á ráðstefnuna - frelsið sé ofar öllu - þó hann biðji fólk að skrá sig fyrirfram á síðunni www.fsfi.is










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.