Erlent

Bað fyrir endalokum haturs og ofbeldis í Miðausturlöndum

Benedict páfi bað fyrir endalokum haturs og ofbeldis í Miðausturlöndum í miðnæturmessu sinni í Vatikaninu í gærkvöldi.

Í ákalli sínu bað páfinn fyrir því að deiluaðilar fyrir botni MIðjarðarhafsins bindu enda á vaxandi ofbeldi og hvatti til þess að..."hjörtu yrðu opin svo að hægt yrði að opna landamæri á ný."

Auk þessa kom basð páfinn fyrir því að endir yrði bundinn á misnotkun barna.

"Leiðum huga okkar að þeim götubörrnum sem njóta ekki blessunar heimilislífs eða fjölskyldu, þeirra barna sem eru misnotuð hrottalega sem hermenn og notuð til ofbeldisverka í stað þess að vera boðberar samhugar og friðar," sagði páfinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×