Enski boltinn

Fréttaflutingur af Hleb kemur Wenger á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger segir að það sé ekkert hæft í þeim fréttaflutningi að Alexander Hleb sé á leið frá félaginu í sumar.

Í dag var sagt frá því að umboðsmaður Hleb hafi sagt í viðtali við fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi að Hleb hefði hafnað samningstilboði frá Arsenal og væri á leið frá félaginu í sumar. Líklegt þykri að hann fari þá til Inter á Ítalíu.

„Nei, við höfum ekki verið í sambandi við neitt félag vegna Alexander Hleb," sagði Wenger spurður um málið. „Við verðum með lið á næsta tímabili sem mun gera atlögu að titlinum, rétt eins og á þessu tímabili. Ég tel að við verðum sterkari en nú," bætti hann við.

Mathieu Flamini skrifaði í vikunni undir fjögurra ára samning við AC Milan og fer því frá Arsenal í sumar.


Tengdar fréttir

Hleb fer frá Arsenal

Umboðsmaður Alexander Hleb segir að hann muni fara frá Arsenal í sumar og þar með hafna samningstilboði frá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×