Enski boltinn

Ramos kennir Gilberto ekki um tapið

NordcPhotos/GettyImages

Juande Ramos stjóri Tottenham hefur lýst yfir stuðningi við leikmann sinn Gilberto sem átti vægast sagt hörmulegan fyrsta leik með liðinu í tapinu gegn PSV í Uefa bikarnum í gær.

Brasilíumanninum var skipt af velli í hálfleik eftir að hann hafði afrekað að fá gult spjald og gefa hollenska liðinu mark á silfurfati. Ramos vill ekki meina að hann hafi skipt Gilberto af velli af því hann hefði verið svo lélegur.

"Ég skipti honum ekki af velli af því hann gerði mistök, heldur af því hann er að koma upp ur meiðslum og er ekki kominn í leikæfingu. Hann á eftir að spila marga fleiri leiki fyrir okkur og þess vegna tók ég hann af velli. Allir knattspyrnumenn gera mistök og við verðum að hlúa að honum og kennum honum ekki um tapið," sagði Ramos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×