Fótbolti

Vináttuleikir: Tékkar lögðu Skota

Tékkar eru í góðum gír fyrir EM
Tékkar eru í góðum gír fyrir EM NordcPhotos/GettyImages

Nokkrir vináttuleikir í knattspyrnu fóru fram í kvöld. Tékkar lögðu Skota 3-1 á heimavelli sínum og heimsmeistarar Ítala lögðu Belga 3-1.

Libor Sionko skoraði tvívegis fyrir Tékka í sigrinum á Skotum og Michal Kadlec skoraði í sínum fyrsta landsleik. David Clarkson minnkaði muninn fyrir Skota, en hann var líka að leika sinn fyrsta landsleik í kvöld. Tékkar leika í A-riðli á EM með Portúgölum, Tyrkjum og Svisslendingum en Skotar komust ekki á mótið.

Ítalir lögðu Belga 3-1 þar sem Antoni di Natale skoraði tvívegis fyrir heimsmeistarana og Mauro Camoranesi eitt.

Lettar lögðu Eista 1-0, Svisslendingar lögðu Liechtenstein 3-0 og Austurríkismenn burstuðu Möltu 5-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×