Innlent

Brotist inn í apótek í Árbæ

Brotist var inn í apótek í Árbæjarhverfi undir morgun og þaðan stolið lyfjum. Lögregla er nú að rannsaka upptökur úr eftirlitsmyndavélum þar sem sést til tveggja manna, en ekki var búið að ná þeim nú fyrir fréttir.

Rannsóknadeild lögreglunnar er nú á vettvangi ásamt eigendum apóteksins, en ekki liggur enn fyrir hversu miklu af lyfjum var stolið, eða hvort eitthvað af þeim er hættulegt










Fleiri fréttir

Sjá meira


×