Innlent

Fiskverð rýkur upp

Fiskverð rauk upp á fiskmörkuðum hérlendis í gær samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda.

Meðalverð fyrir óslægðan þorsk var 317 krónur kílóið og fyrir slægðan þorsk fengust 348 krónur að meðaltali fyrir hvert kíló. Ýsan var einnig á góðu flugi en 240 krónur fengust fyrir hana að meðaltali. Á vef smábátaeigenda segir að hér sé um afargóðar fréttir að ræða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×