Innlent

Dæmdir fyrir barsmíðar á þorrablóti

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo menn í þriggja og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir fyrir utan íþróttahúsið í Þorlákshöfn í febrúar í fyrra. Þar fór fram þorrablót.

Þrír menn ákærðir voru ákærðir fyrir fyrri árásina þar sem fórnarlambið var slegið í jörðina og svo sparkað í það og kýlt. Tveir mannanna voru þó sýknaðir af aðildi sinni að þeirri árás út frá framburði vitna. Í síðari árásinni voru hins vegar tveir mannanna sakfelldir en þar stukku þeir á annan mann og börðu og spörkuðu í hann. Sá fékk jafnframt rúmlega 300 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar.

Segir í dómnum að báðar árásirnar hafi verið af litlu eða engu tilefni en að þær hafi verið harkalegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×