Innlent

Vilja skýrari og betri upplýsingar frá stjórnvöldum um stöðu mála

Jóhannes Gunnarsson er formaður Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson er formaður Neytendasamtakanna. MYND/Hari

Neytendasamtökin kalla eftir skýrari og betri upplýsingum frá stjórnvöldum á þeim óvissutímum sem nú eru upp.

Samtökin segja ástand efnahags- og gjaldeyrismála ríkisins grafalvarlegt en fréttir af stöðu mála séu af skornum skammti, oft misvísandi og koma jafnvel frá erlendum fréttaveitum. Þá séu misvísandi fréttir og upplýsingar að berast úr bankakerfinu þar sem stjórnvöld hafi látið einföld tilmæli nægja en ekki bein fyrirmæli til ríkisbankanna um hvernig aðstoð skuli veitt fólki í fjárhags- og greiðsluvanda.

Upplýsa þurfi almenning betur um stöðu mála enda ljóst að það skapi ótta og óöryggi hjá heimilum landsins að búa við stöðuga óvissu dögum og vikum saman. Einnig þurfi stjórnvöld að hraða ákvörðunum sínum þannig að sem fyrst sé ljóst hvað bíði heimilanna í raun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×