Innlent

Yfirdrátturinn algengur

Rösklega helmingur ungra félaga í aðildarfélögum Alþýðusambandsins er með yfirdrátt í viðskiptabönkum sínum, samkvæmt könnun, sem Alþýðusambandið lét gera nýverið.

Karlar nota sér yfirdrátt meira en konur og hann er meira nýttur á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Notkunin eykst með hækkandi aldri og athygli verkur að tólf prósent þeirra, sem eru með yfirdrátt, eru með heimild upp á níu hundruð þúsund krónur eða meira, en vextir af yfirdrætti eru nú um 22 prósent.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, eru með mánaðarlaun undir 300 þúsund krónum.-Yfirskirft ársfundar ASÍ, sem hefst í fyrramálið, verður: Áfram Ísland- fyrir ungt fólk og framtíðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×