Innlent

Þurftu að loka brekku vegna hálku

MYND/Róbert

Morgunumferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk stórslysalaust fyrir sig þrátt fyrir mikla hálku og nokkra ofankomu.

Þær upplýsingar fengust þó hjá lögreglunni að vandræði hefðu skapast í nokkrum brekkum á höfuðborgarsvæðinu vegna hálku. Var einni brekku á Arnarnesvegi í Garðabæ lokað um tíma á meðan beðið var eftir saltbíl en þeir hafa í nógu að snúast þennan morguninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×