Innlent

Íslenskir hryðjuverkamenn streyma í Borgartúnið

Íslenskir ,,hryðjuverkamenn" með alvæpni voru ljósmyndaðir í bak og fyrir í morgun.

Það er Þorkell Þorkelsson ljósmyndari sem stendur fyrir þeirri óvenjulegu uppákomu að bjóða Íslendingum að koma í húsnæði Sönglistar í Borgartúni 1 í dag og láta mynda sig í ,,fullum herklæðum".







Þessi „hryðjuverkamaður“ virkaði sérlega ógnandi.

Með því vill hann sýna fram á fáránleika þess að Bretar hafi notað hryðjuverkalög gegn Íslendingum. Dæmi um íslenska hryðjuverkamenn sem létu sjá sig í morgun voru smiður með hallamál, fimm ára íþróttaálfur vopnaður gulrót, ljósmyndari með myndavél og þrjár kynslóðir kvenna í íslenskum þjóðbúningum.

Opið verður í Borgartúninu í dag, svo lengi sem þurfa þykir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×